Föstudagsblogg

Hæ,

Veðrið hérna á Fjóni er samt við sig. Rigning, rok og tóm leiðindi. Satt að segja verður að viðurkennast að veðurguðirnir hafa eitthvað á móti Dönum þetta árið og hafa ákveðið að skola vel til. Ég hélt lengi vel að æfingavöllur veðurguðanna væri Miðnesheiðin á Reykjanesskaganum, en lítur út fyrir að æfingar séu stundaðar víðar.

Dagurinn í dag byrjaði nokkuð venjulega. Mætti í vinnuna en stoppaði stutt og sótti Dísu í skólann. Hún var að koma úr skólaferðalagi og ljómaði. Kennarinn hennar var líka í glimrandi skapi, sem er aðdáunarvert þar sem að hún eyddi 2 dögum með 30 8 ára gríslíngum sem geta fengið harðasta Tétjéníu hermann til að leggja niður vopnin og setja á sig svuntu.

Á morgun stefni ég á að fjarlægja eitthvað af lífhimnunni heima hjá mér og kannski brjóta saman þvott. Skil ekki af hverju menn geta ekki fundið upp á fatnaði sem gengur frá sér sjálfur þegar straufrítt tau hefur verið til lengi í hinum vestræna heimi.

Að lokum góð pæling frá Brainiac: "Verða fiskar einhvern tímann þyrstir?"

Ég óska ykkur góðrar og vindverkjarlausri helgi.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
JIBBÍ!!!!! ÉG VIL FÁ HEIMSÓKN:):):)
Rúnabrúna!!!!
Addý Guðjóns sagði…
Það er löngu búið að finna upp tau sem gengur frá sér sjálft. Lífhimnan verður bara að verða orðin töluvert þykkari og fötin farin að lykta verulega. Þetta sáu piparsveinarnir um í gamla daga ;) Þú ert bara of hreinlegur!
Nafnlaus sagði…
Sammála síðustu ræðumönnum :)
kíktu á pínslublogg á www.blog.central.is/historaeplinu
Hlakka til að sjá ykkur!!!

Vinsælar færslur